tisa: Búið og gert

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Búið og gert

Ég ákvað að hleypa í mig kjarki og leita að ökukennara.
Fór á vefinn og á gulu síðunar og sló inn "ökukennsla" þá komu upp 170 svör. Ég hætti við samstundis og ákvað að hringja í minn fyrrverandi líffræðikennara og biðja hann um ökukennslu.

Ég er semsé að fara að læra að keyra.

Watch out!


Það er ótrúlegt hvað hver tími í dönsku nær að slá út þeim fyrri í leiðindum. Þessar klukkutíma kennslustundir eru þrjár klukkustundir að líða og ég er farin að leyfa mér að sofna í hverjum einasta tíma sem hefur orsakað það að ég er 100 blaðsíðum eftir á í bókini.
Dönskufall á næsta leiti.
Þessi kennari sem er alltaf í nýjum feldi á hverjum degi, þar á meðal bláum síðum pels, hefur látið mig sakna Erlu Jóhanns ótrúlega mikið.
Erla dansaði þó andardansin. Ó Erla, komdu aftur.

Ég fékk næstum svona ég-sakna-grunnskóla syndrom en svo mundi ég eftir gluggatjöldunum í Seljaskóla og allur söknuður hvarf bak á burt.

Seljaskóli var samt ágætur, frábær jafnvel.
En þessar helvítis gardínur ofsækja mig enn í svefni.


Hún Linda verðandi skiptinemi kallaði saman flesta heim til sín í gær, til að taka mynd af okkur.
Á myndini sáust svartar pesrónur því myndin var svo dimm, en á endanum stóð Bjarki með rauðglóandi augu. Þetta voru creepy andsetnu vinir hennar Lindu.
Linda hefur ákveðið að flýja til Ástralíu. En það er ekki fyrr en eftir ár og á þeim tíma getur nú margt gerst. Það gæti til dæmis komið upp einhver rosaleg veira í Ástralíu og allt suður heimskautið verður sett í sóttkví.
Hvert ferðu þá HA?

Sem minnir mig á það (af undarlegum ástæðum) að ég þarf að drulla mér út á videoleigu að skila The Decent. Það kom nefnilega í ljós að Maggi skuldar þarna fyrir þrjár myndir og ég skulda ennþá fyrir Harry Potter sem ég á að hafa tekið fyrir ári.
Við skuldum samtals 10.000kr og það er bara á Okkar Video.
Annars skuldum við bæði á öllum leigum í grenndini.

En The Decent...
Ágætis mynd um gellur í helli. Hofði á hana með Möggunum tveimur og Bjarka. Maggarnir voru að skíta á sig á meðan Bjarki kom með vísindalega skýringar á öllu sem gerðist í myndinni. Go Bjarki.

Ætla að valhoppast út á leigu.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 13:56

2 comments